Kæru veiðimenn,
Dreymir ykkur um að veiða lax yfir 20 pundum? En 30 pund? En jafnvel 40 punda plús skrímsli? Myndin hér að ofan er af laxi sem var viktaður í háf slétt 20kg!
Við höfum undanfarin ár verið að fara með veiðimenn til Rússlands einmitt í þeim tilgangi að ná þessum stóru, þessum risastóru sem alla dreymir um að ná alla vega einu sinni á ævinni.
Nú í ár stefnum við enn á hópferð til Rússlands og í þetta sinn í ána sem Kolaskaginn dregur nafn sitt af – Kola ána.
Kola áin er þægileg að því leyti að ekki þarf að fara með þyrlu þangað. Eingöngu er um klukkutíma akstur frá Murmansk að svæðinu. Við erum með búðir rétt við ána þar sem boðið er upp á gistingu í prívat herbergjum.
Við ætlum til Kola í stórlaxavikunni 20-27 júní í ár og eingöngu eru tvö pláss laus í ferðina. Verðið kemur skemmtilega á óvart eða eingöngu krónur 435.000 fyrir vikuna. Innifalið í því er leyfi fyrir eina stöng, gæd deildur með annari stöng, allur matur, húsnæði og ferðir innan Rússlands. Flug til Múrmansk er ekki innifalið en hægt er að komast þangað fyrir um 110.000 krónur þegar þessi pistill er ritaður.
Við hjá Lax-Á höldum utan um alla skipulagningu og útvegum nauðsynlega pappíra til að geta sótt um vegabréfsáritun og er það innifalið í verði.
Allar nánari upýsingar gefur Jóhann Davíð – jds@lax-a.is
Árni Baldursson með 45 punda lax veiddan í Kola
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is