Svartá er búin að vera í góðum gír í sumar og nú er áin komin vel yfir 500 laxa á stangirnar fjórar. Algeng veiði holla hefur yfileitt losað nokkra tugi fiska.
Lax er nú dreifður víða um ána en langmest er enn af laxi í neðri hluta árinnar og er Hólmabreiðan pökkuð af laxi. Nú er ekkert yfirfall til að reka á eftir laxinum upp ána og því virðist hann staldra lengur við þar neðra í faðmlögum við Blöndu.
Svartá hefur líka verið þekkt fyrir væna laxa í gegnum tíðina og oft byrja þessir stóru að taka á haustin þegar ástarbríminn gerir þá árásargjarna og viðskotailla.
Arnór Guðmundsson setti í einn stórvaxinn hæng nú í morgun á Hólmabreiðu í. Laxinn tók belgískan Bismó og stóða viðureignin við drekann í rúman klukkutíma. Laxinn var 102cm og 52cm í ummál, 11kg.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Arnór með laxinn stóra.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is