Eystri Rangá var ekki alveg upp á sitt besta í sumar sem leið. Áin endaði vertíðina í 2143 laxi sem er töluvert undir meðaltali og rétt yfir 1000 löxum minna en árið 2016. Þrátt fyrir þetta endaði áin í þriðja sæti yfir flesta veidda laxa á Íslandi í ár, eingöngu Miðjarðará og Ytri Rangá voru fyrir ofan hana. Það er …
Veiðisaga: Var hann sá stærsti til þessa?
Við fáum einstaka sinnum skemmtilegar veiðisögur frá veiðimönnum og í dag barst okkur ein frá Þorleifi Pálssyni, en það nafn ættu flestir að þekkja sem sækja Langadalsá eða Hvannadalsá á Vestfjörðum. Þorleifur lenti í sannkölluðu ævintýri í Langadalsá í sumar sem hann segir hér frá: „Ég er mjög svo staðbundinn stangaveiðimaður og veiði einkum í ám við Ísafjarðardjúp, það er …