Ágætis veiði hefur verið í Tungufljóti og er svæðið nú komið í 82 laxa. Við heyrðum í veiðiverðinum sem tjáði okkur að tveir hefðu komið á morgunvaktinni í dag og fengust þeir báðir í Faxa. Veiðimennirnir reyndu líka fyrir sér í gljúfrinu og þar var einn misstur.
Síðustu daga hafa komið þetta tveir til þrír laxar á dag, ekkert mok en ágætlega líflegt. Miðað við reynslu síðustu ára er besti tíminn í fljótinu fram undan. Í fyrra kom bróðurparturinn af veiðinni seinni hluta ágúst og í september.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is