Við þurfum ekkert að endurtaka að veiðin í Blöndu var frábær. En við gerum það samt! Upp úr ánni voru tosaðir 4829 laxar og fyrra met sprengt í tætlur.
Við vorum búin að birta tölur úr ánni skipt eftir svæðum og nú bætum við um betur og bitum graf yfir vikuveiðina í sumar sem leið. Þetta er nokkuð eftir bókinni og þó kemur örtlítið á óvart að besta vikan var frá 29 júlí – 5. Ágúst þegar veiddust 734 laxar.
Afar vel er bókað fyrir komandi sumar og sum svæði nánast uppseld.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is