Hann Sindri Már Pálsson var við veiðar í Blöndu 4 og lenti í sannkallaðri veislu. Hann hafði eftirfarandi að segja eftir túrinn:
Það var mikið líf á svæðinu. Við lönduðum 10 löxum, af þeim slepptum við 2. Annar þeirra var 91cm hængur.
Fyrir utan þennan hæng voru allir fiskarnir bjartir og ekki búnir að vera lengi í ánni. Stærðin á þeim var frá 55-65cm.
Fyrsta kvöldið varð einn úr hópnum vitni af 15-20 laxa torfu á hraðri göngu inn í einn hylinn. Mikil læti og laxinn stökk um allan hyl.
Fyrir utan þessa 10 sem við lönduðum þá misstum við 7 laxa og einn þeirra var í drekastærð.
Samkvæmt tölum frá Landsvikjun er langt í yfirfall, skoða má stöðu lónsins hér: Blöndulón
Við eigum leyfi lang inn í hautið á góðu verði sem kaupa má hér í vefsölu
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is