Eystri Rangá var ekki alveg upp á sitt besta í sumar sem leið. Áin endaði vertíðina í 2143 laxi sem er töluvert undir meðaltali og rétt yfir 1000 löxum minna en árið 2016. Þrátt fyrir þetta endaði áin í þriðja sæti yfir flesta veidda laxa á Íslandi í ár, eingöngu Miðjarðará og Ytri Rangá voru fyrir ofan hana. Það er alls ekki hægt að segja að yfir 2000 laxar á 18 stangir sé mjög slæm veiði, menn eru bara miklu betra vanir.
Ytri áin endaði í 7451 laxi sem er fantafín veiði þrátt fyrir að það sé örlítil niðursveifla frá fyrra ári. Meðalveiði síðustu þriggja ára í Ytri er 8525 laxar á móti 2715 Í Eystri ánni. Árin 2012-2015 var munurinn mun minni en þá var Ytri með meðalveiði upp á 4292 og Eystri með 3443.
Eins og áður sagði skldi algerlega á milli þeirra síðustu þrjú ár. Og ástæðan? Sleppingar voru stórauknar í Ytri ánni en ekki þeirri Eystri, fyrsta árið sem auknar sleppingar skiluðu sér í Ytri jókst veiðin úr 3063 upp í 8803 laxa.
Við eigum von á annari eins veislu í Eystri á næsta ári en stórauknar sleppingar eiga að byrja að skila sér þar árið 2018. Sleppingar voru auknar nær þrefallt og tókust þær mjög vel og seiðin af góðum gæðum.
Við eigum því von á að bilið á milli ánna verði mun minna á næsta ári og vonandi verður sama veislan í þeim báðum.
Enn eigum við eitthvað af leyfum eftir í Rangárnar báðar. Upplýsingar gefur undirritaður.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is