Veislan heldur áfram í Stóru Laxá

Veiðin hefur verið hreint afbragð í Stóru eftir að tók að hausta í veðri. Terry Nab og félagar sem voru við veiðar í byrjun september fengu 23 laxa á þrjár stangir á tveimur vöktum.

 Og stærðin… 104,100,94,90 og fjöldinn allur af laxi á milli 80 og 90cm. Spánverjar sem voru við veiðar í gær fengu svipaða veiði eða 21 lax eftir daginn, þannig að þetta virðist ekkert vera að fjara út og vonandi helst þessi veisla út  tímabilið.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is