Nú er þetta byrjað og víða má sjá gallharða veiðimenn með hrímkaldar hendur haldandi á priki við árbakkann.
Sjórbirtingsveiðin hefur byrjað ágætlega og af fréttum að dæma eru menn sáttir sem víðast. Þó hann sé kaldur þesi dægrin er veðrið alltént fagurt og fínt til útivistar.
Nú eru ekki nema rétt um tveir mánuðir í að laxinn byrji og þá verður gaman eins og maðurinn sagði. Ég er ávallt bjartsýnn og býst við góðu laxveiðisumri, mér segir svo hugur að töluvert af laxi hafi tekið aukaár í sjó og komi til baka sem rígvænn smálax eða lítill stórlax svona eftir því hvernig litið er á.
Svæiði eitt í Blöndu er alltaf gríðar spennandi í sumarbyrjun og nú ber svo við að nokkar stangir losnuðu þar 7-11.06. Þær má finna í vefsölunni með því að smella á tengilinn hér að neðan:
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is