Vorveiðin er handan við hornið

Þegar ég skóf bílinn minn í morgun, líklega í milljónasta skiptið þennan veturinn var mér hreint ekki iðagrænt vorið í huga.

En staðreyndin er nú samt sú að það eru bara tæpir tveir mánuðir í að vorveiðisvæðin opna. Tveir mánuðir! Mikið óskaplega hlakkar síðuiritara til að komast út og bleyta í færi og svo er líklegast raunin með okkur flest sem eru sýkt af veiðibakteríunni.

Fyrir þá allra hörðustu er janfvel hægt að komast fyrr í veiði og það meira að segja í lax. Ár á Bretlandseyjum hafa verið að opna síðustu vikur og svæðið okkar í hinni fornfrægu á DEE opnar næstkomandi mánudag. Þar eigum við eitthvað af leyfum á fínu verði.

Hér má lesa um veiði í Skotlandi á engilsaxnesku – Skotland AYE

Nú svo eigum við líka stórskemmtilega vorveiðikosti hér heima:

Blanda – vorveiði

Vorveiðin í Blöndu þykir ákaflega krefjandi og skemmtileg. Svæðið er gríðarvíðfemt og eingöngu er veitt á fjórar stangir. Tímabilið er stutt eða frá 15.apríl – 15. Maí.

Ásgarður – silungsveiði

Sogið er þekkt fyrir góða bleikjuveiði og leynast þær margar rígvænar innan um. Í vorveiðinni fylgir hið glæsilega veiðihús á Gíbraltarhöfða með veiðinni um helgar og dagana fyrir almenna frídaga. Virka daga fylgir húsið ekki með og eru þeir að sjálfsögðu ódýrari. Ásgarður opnar 1. Apríl.

Tungufljót – silungsveiði

Silungsveiðin í Tungufljóti hefur farið vaxandi síðustu ár og margir hafa gert þar fína veiði. Svæðið er alveg kjörið í dagsferð úr bænum, þar er afar fagurt og vel rúmgott er um stangirnar. Tungufljót opnar 1. apríl.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is